Svartfjallaland fær ekki leyfi frá UEFA til að mæta Íslandi á þjóðarleikvangi sínum í höfuðborginni Podgorica.
Frá þessu er greint á vef sambandsins en leikurinn fer í þess stað fram í borginni Niksic sem er klukkutíma frá höfuðborginni.
UEFA hefur verið með völlinn undir eftirliti undanfarið og bannaði Svartfellingum að spila á þjóðarleikvangnum í september.
Áfram verður það þannig nú í nóvember þegar liðið á heimaleiki gegn Íslandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.
Ísland vann Svartfjallaland í Laugardalnum en það er eini sigur liðsins hingað til í þessari keppni.
Völlurinn í Niksic tekur aðeins um fimm þúsund áhorfendur í sæti.