Kaup Arsenal á Rúnari Alex Rúnarssyni eru þau verstu í tíð Edu sem yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. Þetta er skoðun Teamtalk sem er vinsæll knattspyrnuvefur í Bretlandi.
Það kom mörgum á óvart í gær þegar greint var frá því að Edu hefði sagt upp störfum hjá Arsenal, hefur hann verið nánasti starfsmaður Mikel Arteta hjá félaginu.
Edu hefur verið í starfi hjá Arsenal frá því árið 2019 og metur Teamtalk þau 36 kaup sem félagið hefur gert á þeim tíma.
Kaup Arsenal á Martin Odegaard eru þau bestu í tíð Edu en þar á eftir koma William Saliba og Declan Rice.
Af vef Teamtalk:
36 sæti – Rúnar Alex Rúnarsson
Markvarðarstaðan er sá hluti sem hefur farið í gegnum mestar breytingar í tíð Edu. Einn leikmaður kom án þess að skilja eftir sig eftirminnilega frammistöðu á góðan hátt, það var Rúnar Alex Rúnarsson.
Kom frá Dijon árið 2020 og átti að vera varamarkvörður en gat ekki haldið í þá stöðu eftir fyrsta tímabilið sitt.
Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði einn leik í ensku úrvalsdeildinni, Arsenal lánaði hann svo þrisvar áður en félagið losaði sig við hann.