Leikmaður Manchester United hefur verið tilnefndur til Puskas verðlaunanna en það eru verðlaun sem margir ættu að kannast við.
Alejandro Garnacho er leikmaðurinn sem er tilnefndur eftir mark sem hann skoraði gegn Everton í nóvember 2023.
Markið var skorað með stórkostlegri hjólhestaspyrnu og er mögulega eitt besta mark sem enska úrvalsdeildin hefur boðið upp á.
Ef Garnacho vinnur verðlaunin verður hann sá fyrsti úr úrvalsdeildinni til að vinna verðlaunin síðan Erik Lamela sem lék með Tottenham árið 2021.
Undanfarin ár hafa nokkrir leikmenn á Englandi hreppt hnossið en nefna má Olivier Giroud, Mohamed Salah og Song Heun Min.
Markið umtalaða má sjá hér en verðlaunin verða afhent í janúar.
Simply sensational.@AGarnacho7 has won our Goal of the Season award for his stunning overhead kick ⚽️❤️🔥#MUFC || @Tezos pic.twitter.com/yJRkjy9b9n
— Manchester United (@ManUtd) May 23, 2024