Uppistandarinn Jakob Birgisson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það vakti athygli á dögunum þegar reynsluboltinn Geir Þorsteinsson var ráðinn rekstrarstjóri knattspyrnudeildar KR. Hann var síðast hjá Leikni og þar áður ÍA.
„Það er búið að tala lengi um að það sé vesen á peningahliðinni á KR. Hann tók bæði Leikni og ÍA og reif upp ársreikninga og þess háttar. Ég held hann geri það í KR,“ sagði Hrafnkell.
Jakob er mikill KR-ingur og er hann ánægður með þessa ráðningu.
„Þeir vita sirka hvað þeir eru að fá. Það er mín tilfinning að hann sé stór karakter svo það er eins gott að hann og Óskar (Hrafn þjálfari) vinni vel saman. Það þarf einhvern sem getur rifið þetta í gang og tekið aðeins til. Það er svo glatað að vera með félag í peningavandræðum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.