Kai Havertz, leikmaður Arsenal, er að verða faðir í fyrsta sinn en frá þessu greindi eiginkona hans í gær.
Havertz er mikilvægur hlekkur í liði Arsenal en hann spilar í fremstu víglínu eftir komu frá grönnunum í Chelsea.
Þjóðverjinn er vinsæll á meðal stuðningsmanna Arsenal en hann hefur spilað mjög mikilvægt hlutverk undanfarna mánuði.
Havertz er giftur konu að nafni Sophia Weber en þau hafa verið í sambandi í langan tíma alveg frá því að þýski landsliðsmaðurinn lék í heimalandinu.
Havertz er 25 ára gamall en hann á að baki 55 landsleiki fyrir Þýskaland.
View this post on Instagram