fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
433Sport

Amorim hvergi sjáanlegur eftir klukkan átta á kvöldin – ,,Hann hafði engan áhuga á að koma með okkur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 22:00

Ruben Amorim

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim er ekki í þjálfun til að leika sér en þetta segir Gabby Agbonlahor, fyrrum leikmaður Aston Villa, sem þekkir aðeins til þjálfarans.

Amorim og Agbonlahor voru saman í Belfast á sínum tíma en þeir unnu sér inn þjálfararéttindi ásamt öðrum fyrrum leikmönnum.

Það er mikið talað um Amorim í dag en hann hefur samþykkt að taka við Manchester United eftir dvöl hjá Sporting í heimalandinu, Portúgal.

Flestir nemendur á þessu námskeiði voru tilbúnir að skella í sig nokkrum bjórum eftir að deginum lauk en Amorim hafði engan áhuga á að taka þátt í því.

,,Ég lærði UEFA B og UEFA A í Belfast og það kostaði mig um þúsund pund,“ sagði Agbonlahor.

,,Ég var þar síðast 2020 og man eftir að hafa notið þess þó að veðrið hafi alltaf verið ömurlegt.“

,,Amorim byrjaði á svipuðum tíma eða 2019 eftir að hafa sagt upp hjá sínu fyrsta liði þar sem hann var ekki með réttindin til að þjálfa.“

,,Við vorum svona 20 þarna, Benjani, Chris Samba, Lee Cattermole, Craig Gardner og Alex Bruce á meðal annars. Öllum líkaði vel við Amorim en þú sást hann aldrei eftir að tímunum lauk – hann var hvergi sjáanlegur eftir klukkan átta.“

,,Eftir hvern tíma þá kíktum við á írskan bar en hann hafði engan áhuga á að koma með okkur. Við vorum mættir þarna til að ná í gráðurnar eftir að ferlinum lauk og vildum klára það sem fyrst.“

,,Hann talaði góða ensku á þessum tíma. Ég man eftir honum sem leikmanni en hann er ári eldri en ég.“

Agbonlahor hélt áfram og vill meina að Portúgalinn muni henta liði Manchester United vel og að hann sé rétti maðurinn í starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vuk í Fram

Vuk í Fram
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigendur Chelsea sammála Maresca

Eigendur Chelsea sammála Maresca
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ósáttur með vinnubrögð fjölmiðla: ,,Ég á það til að lesa það sem þið skrifið“

Ósáttur með vinnubrögð fjölmiðla: ,,Ég á það til að lesa það sem þið skrifið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo reyndi að róa Benzema niður – Sjáðu myndbandið

Ronaldo reyndi að róa Benzema niður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

„Afturelding ætlar í Bestu deildina til að gera hluti“

„Afturelding ætlar í Bestu deildina til að gera hluti“
433Sport
Í gær

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“
433Sport
Í gær

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“
433Sport
Í gær

Myndband af Guardiola veitast að stuðningsmanni fer eins og eldur um sinu – Sjón er sögu ríkari

Myndband af Guardiola veitast að stuðningsmanni fer eins og eldur um sinu – Sjón er sögu ríkari