Antonio Rudiger, leikmaður Real Madrid, er engum líkur en hann vakti heldur betur athygli fyrir helgi.
Myndband af Rudiger á æfingu Real komst á samskiptamiðla en þar má sjá hann tæklega Kylian Mbappe.
Mbappe er einn besti leikmaður heims en hann og Rudiger eru samherjar í dag eftir komu franska landsliðsmannsins í sumar.
Rudiger bauð upp á ansi skrautlega og mögulega hættulega tæklingu á æfingasvæðinu fyrir helgi sem náðist á myndband.
Mbappe var með boltann er Rudiger mætti með báða fætur á lofti en eins og sjá má þá var tilgangurinn ekki að meiða sóknarmanninn.
Stórfurðuleg varnarvinna en myndband af þessu má sjá hér.
Pintus il a dopé Mbappé ou quoi mdrrr ??
Par contre le tacle de Rudiger à la fin.. 😂🤣pic.twitter.com/Ev5Tj8gFb9
— 𝚁𝚒𝚣𝚊𝚛𝚔 🕸️ (@Rizark213) November 1, 2024