fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
433Sport

Björn ráðinn aðstoðarþjálfari Víkings

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Sigurbjörnsson var í gær ráðinn sem aðstoðarþjálfari í þjálfarateymi mfl. kvk Víkings.

Björn er uppalinn Víkingur og spilaði upp í gegn um alla yngri flokka félagsins. Hann spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki í bikarkeppninni 1999 og á alls átta leiki með mfl. Víkings. Síðar spilaði hann með Þrótti, Aftureldingu og Leikni áður en hann endað leikmannaferilinn með Berserkjum 2010. Meðfram spilamennskunni hafði hann komið að þjálfun yngri flokka, bæði karla- og kvennaliða Víkings, en einnig hjá Þrótti, Fram og Val.

Þá tók hinn þjálfaraferillinn við. Björn var ráðinn til starfa sem aðstoðarþjálfari hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstads DFF fyrir tímabilið 2011 þar sem Elísabet Gunnarsdóttir hafði þá stýrt liðinu um tveggja ára skeið. Saman mynduðu þau sterkt þjálfarapar, sem átti eftir ná eftirtektarverðum árangri með félagið, en á tímabili sem teygði sig á annan áratug náðu þau tvisvar með liðið í úrslit sænsku bikarkeppninnar og tvö síðustu árin í þriðja sæti í deildinni og þar með þátttökurétt í meistaradeild Evrópu. Haustið 2021 söðlaði Björn hins vegar um og flutti heim til Íslands og tók þá við liði Selfoss og stýrði því í þrjú tímabil. Hann náði frábærum árangri með liðið á sínu fyrsta tímabili, bæði í deild og bikar, en tvö síðari tímabilin hallaði undan fæti og ákvað hann að segja upp samningi sinum við félagið.

Björn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á ungliðastarf þeirra félaga sem hann hefur komið að þjálfun hjá og að ungir uppaldir leikmenn fengju sín tækifæri. Alls fengu 12 uppaldar stúlkur Selfossliðsins sína fyrstu leiki á Íslandsmótum þau þrjú ár sem Björn var við stjórnvölinn þar. Með slíkum áherslum geta ungar Víkings stúlkur farið að hlakka til, því þar er efniviðurinn, líkt og val í yngri landslið Íslands á undanförnum misserum ber gott vitni um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vuk í Fram

Vuk í Fram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur Chelsea sammála Maresca

Eigendur Chelsea sammála Maresca
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ósáttur með vinnubrögð fjölmiðla: ,,Ég á það til að lesa það sem þið skrifið“

Ósáttur með vinnubrögð fjölmiðla: ,,Ég á það til að lesa það sem þið skrifið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo reyndi að róa Benzema niður – Sjáðu myndbandið

Ronaldo reyndi að róa Benzema niður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

„Afturelding ætlar í Bestu deildina til að gera hluti“

„Afturelding ætlar í Bestu deildina til að gera hluti“
433Sport
Í gær

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“
433Sport
Í gær

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“
433Sport
Í gær

Myndband af Guardiola veitast að stuðningsmanni fer eins og eldur um sinu – Sjón er sögu ríkari

Myndband af Guardiola veitast að stuðningsmanni fer eins og eldur um sinu – Sjón er sögu ríkari