Manchester United hefur staðfest að búið sé að reka Ruud van Nistelrooy úr starfi. Ruben Amorim hefur afþakkað hans hjálp.
Nistelrooy stýrði United tímabundið eftir að Erik ten Hag var rekinn en hann var aðstoðarmaður hans.
Nistelrooy vildi halda áfram í starfi aðstoðarmanns en svo verður ekki, Amorim mætir með fimm aðstoðarmenn frá Portúgal.
Rene Hake, Jelle ten Rouwelaar og Pieter Morel voru allir látnir fara líkt og Ruud.
Ruud var ráðinn til starfa hjá United í sumar en endurkoma hans var ekki langlíf, Ruud er goðsögn eftir tíma sinn sem leikmaður.