Enska blaðið Mirror segir að forráðamenn Manchester City séu klárir í að borga klásúlu í samningi Martin Zubimendi hjá Real Sociedad.
Zubimendi var mjög nálægt því að fara til Liverpool í sumar en hann ákvað að hafna því á síðustu stundu. 50 milljóna punda klásúla er í samningi Zubimendi.
City er að leita að miðjumanni til að mæta til leiks í janúar vegna meiðsla Rodri.
Zubimendi er 25 ára landsliðsmaður frá Spáni en hann hefur átt mjög góðu gengi að fagna síðustu mánuði.
Lið City hefur hikstað hressilega í fjarveru Rodri og ljóst að félagið mun reyna að stækka hópinn í janúar.