Ruben Amorim er mættur til Manchester. Flugvöllurinn í Manchester greinir frá þessu í skemmtilegri færslu.
„Einkaflugvél var að koma frá Portúgal, hver gæti þetta verið,“ segir í færslunni og tjákn með rauðum lit var látið fylgja með.
Amorim hefur störf hjá United í dag en hann stýrði Sporting Lisbon í síðasta sinn í gær.
Hann mætir til Manchester með fimm aðstoðarmenn með sér og því er óvíst hvort Ruud van Nistelrooy fái pláss í teyminu hans.
Amorim hefur gert mjög vel hjá Sporting Lisbon en hann fær nú það verkefni að reyna að koma United aftur í fremstu röð.
A private jet arrived from Portugal this afternoon – wonder who could be on board…..🔴 pic.twitter.com/1jOBdNeaZd
— Manchester Airport (@manairport) November 11, 2024