Stuðningsmenn Chelsea voru nálægt því að ráðast á stuðningsmenn Gent í vikunni eftir leik liðanna í Sambandsdeildinni.
Chelsea vann þennan leik nokkuð sannfærandi 4-2 og byrjar deildarkeppnina í Sambandsdeildinni vel.
Belgísku stuðningsmennirnir voru með mikil læti á vellinum og voru í því að skemma hluti á Stamford Bridge.
Stuðningsmenn Gent rifu til að mynda niður borða á leikvellinum ásamt því að brjóta stóla og kasta í átt að þeim ensku.
Öryggisverðir komu í veg fyrir harkaleg slagsmál á vellinum en Chelsea menn voru afskaplega óánægðir með þessa vanvirðingu stuðningsmanna Gent.
Myndir af þessu má sjá hér.