Innan tíðar verður Óskar Hrafn Þorvaldsson búinn að sækja þrettán leikmenn til KR. Greint var frá því á Fótbolta.net að Vicente Valor væri á leið til liðsins frá ÍBV.
Óskar Hrafn hóf störf sem ráðgjafi hjá KR í júní, í júlí varð hann svo yfirmaður knattspyrnumála og 1. ágúst tók hann við sem þjálfari.
Miklar breytingar eru í farvatninu hjá KR en hægt er að stilla upp sterku byrjunarliði með leikmönnum sem KR hefur fengið frá því að Óskar kom til starfa.
Alexander Helgi Sigurðarson kemur frá Breiðablik en Óskar var með hann í stóru hlutverki þegar hann var þjálfari Breiðabliks.
Halldór Snær Georgsson markvörður og Júlíus Mar Júlíusson varnarmaður komu til liðsins frá Fjölni. Þá hafa fleiri mætt á sviðið.
Byrjunarlið með nýjum leikmönnum KR (4-4-2):
Halldór Snær Georgsson (Kom frá Fjölni)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Kom frá FH)
Ástbjörn Þórðarson (Kom frá FH)
Júlíus Mar Júlíusson (Kom frá Fjölni)
Hjalti Sigurðsson (Kom frá Leikni)
Alexander Helgi Sigurðarson (Kom frá Breiðablik)
Matthias Præst (Kom frá Fylki)
Róbert Elís Hlynsson (Kom frá ÍR)
Vicente Valor (Kemur frá ÍBV)
Guðmundur Andri Tryggvason (Kom frá Val)
Jakob Gunnar Sigurðsson (Kom frá Völsungi)
Varamenn:
Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Kom frá Gróttu)
Óliver Dagur Thorlacius (Kom frá Fjölni)