Ruben Amorim þjálfari Sporting Lisbon hefur gefið Manchester United græna ljósið, hann er klár í að taka við liðinu.
Amorim hefur samþykkt þau laun sem United er tilbúið að greiða honum.
Amorim mun þó ekki setja pressu á Sporting um að losna en klásúla er í samningi hans sem United þarf að borga. Talið er að hún sé í kringum 8 milljónir punda.
Ljóst er að Amorim mun íhuga það að skipta um kerfi en hann er mjög hrifin af því að spila 3-4-3 kerfið.
Ljóst er að það væri mikil breyting fyrir United en þetta eru leikmennirnir sem Amorim gæti byrjað á að nota í sitt kerfi.