Lögfræðingur Luisa Kremleva sagðist vera veikur nokkrum mínútum áður en réttarhöld yfir henni áttu að hefjast. Fyrirsætan er sökuð um að ljúga til um að Theo Hernandez varnarmaður AC Milan í fótbolta hefði nauðgað sér.
Kremleva kærði Theo fyrir nauðgun árið 2017 en meint atvik átti að hafa átt sér stað fyrir utan næturklúbb á Spáni.
„Ég er með sönnun fyrir þessu á bakinu og hnjánum á mér. Ég myndi vilja fá afsökunarbeiðni frá Theo, það er það minnsta sem ég á skilið,“ sagði Kremleva.
Hún sagði að Hernandez hefði hent sér út úr bílnum eftir að hann hefði nauðgað henni, þess vegna væri hún með sár á hnjám.
Theo var aldrei handtekinn vegna málsins en hann játaði því að hafa stundað kynlíf með Kremleva í Porsche bifreið sinni fyrir utan næturklúbbinn.
Málið fór fyrir dóm og dómari málsins sagði enga sönnun fyrir því að Theo hefði nauðgað henni. Að auki sást á myndavélum að Kremleva hafði dottið fyrir utan næturklúbbinn og þar fengið sár á hné.
Í dómnum kom fram að konan hefði beðið Theo um að fara heim með sér eftir kynlífð í bílnum en hann hafði ekki haft áhuga á því.
Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Kremleva hefði ranglega sakað Theo um nauðgun og nú er hún sótt til saka fyrir það.
Saksóknari fer fram á tveggja ára fangelsi yfir henni.