fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
433Sport

Réttarhöldum frestað á síðustu mínútu: Lögfræðingurinn sagðist veikur – Hún sökuð um að hafa logið til um nauðgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingur Luisa Kremleva sagðist vera veikur nokkrum mínútum áður en réttarhöld yfir henni áttu að hefjast. Fyrirsætan er sökuð um að ljúga til um að Theo Hernandez varnarmaður AC Milan í fótbolta hefði nauðgað sér.

Kremleva kærði Theo fyrir nauðgun árið 2017 en meint atvik átti að hafa átt sér stað fyrir utan næturklúbb á Spáni.

„Ég er með sönnun fyrir þessu á bakinu og hnjánum á mér. Ég myndi vilja fá afsökunarbeiðni frá Theo, það er það minnsta sem ég á skilið,“ sagði Kremleva.

Hún sagði að Hernandez hefði hent sér út úr bílnum eftir að hann hefði nauðgað henni, þess vegna væri hún með sár á hnjám.

Mynd/Getty

Theo var aldrei handtekinn vegna málsins en hann játaði því að hafa stundað kynlíf með Kremleva í Porsche bifreið sinni fyrir utan næturklúbbinn.

Málið fór fyrir dóm og dómari málsins sagði enga sönnun fyrir því að Theo hefði nauðgað henni. Að auki sást á myndavélum að Kremleva hafði dottið fyrir utan næturklúbbinn og þar fengið sár á hné.

Í dómnum kom fram að konan hefði beðið Theo um að fara heim með sér eftir kynlífð í bílnum en hann hafði ekki haft áhuga á því.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Kremleva hefði ranglega sakað Theo um nauðgun og nú er hún sótt til saka fyrir það.

Saksóknari fer fram á tveggja ára fangelsi yfir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonbrigði Toney í Sádí Arabíu – Elskar lífið þarna og þjálfarinn missir ekki trúna

Vonbrigði Toney í Sádí Arabíu – Elskar lífið þarna og þjálfarinn missir ekki trúna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Náðu Sancho á göngu í London – Reyndu að toga upp úr honum orð um brottrekstur Ten Hag

Náðu Sancho á göngu í London – Reyndu að toga upp úr honum orð um brottrekstur Ten Hag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að leggja rúmar 80 milljónir punda á borðið

Arsenal sagt tilbúið að leggja rúmar 80 milljónir punda á borðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenska landsliðið komið á fulla ferð á Spáni

Íslenska landsliðið komið á fulla ferð á Spáni