Sú ákvörðun Sir Jim Ratcliffe sem stjórnar Manchester United að banna fólki að vinna heima er farið að kosta félagið frekar en að það sé að græða á því.
Ratcliffe ákvað þegar hann tók við stjórn félagsins að banna starfsfólki að vinna heima. Þá ákvað Ratcliffe að reka 250 af eitt þúsund starfsmönnum.
En til að koma 750 starfsmönnum fyrir á Old Trafford þarf United nú að breyta svítum sem eru notaðar á leikjum í skrifstofur þess á milli.
Er það sagður mikill kostnaður hjá félaginu að breyta þessum svæðum fyrir og eftir hvern heimaleik.
Ratcliffe vill ekki að fólk vinni heima hjá sér og telur að fólk vinni betur á svæðinu.