Erik ten Hag keypti leikmenn fyrir rúmar 600 milljónir punda á þremur sumrum sem stjóri Manchester United. Hann var svo rekinn úr starfi í dag.
Ten Hag var á sínu þriðja tímabili með Manchester United en félagið hafði skoðað í sumar að reka hann.
Ákveðið var að gefa Ten Hag tíma í starfi en eftir ömurlega byrjun en er búið að reka hann. United situr í fjórtánda sæti ensku deildarinnar.
Ten Hag vann enska bikarinn og deildarbikarinn í starfi en var í tómu tjóni í deildinni.
Ten Hag keypti mikið af leikmönnum, margir höfðu spilað áður undir hans stjórn og fékk hann gagnrýni fyrir það.
Kaup Ten Hag:
Antony – £85m
Rasmus Hojlund – £72m
Casemiro – £70m
Mason Mount – £60m
Lisandro Martinez – £57m
Leny Yoro – £52m
Manuel Ugarte – £50.8m
Andre Onana – £47.2m
Matthijs de Ligt – £43m
Joshua Zirkzee – £36m
Noussair Mazraoui – £17m
Tyrell Malacia – £14.6m
Altay Bayindir – £4.3million
Christian Eriksen – Frítt
Jonny Evans – Frítt
Sofyan Amrabat – Lán (£8.5m)
Sergio Reguilon – Lán
Marcel Sabitzer – Lán
Wout Weghorst – Lán (£5,1m)
Martin Dubravka – Lán (£2m)
Jack Butland – Lán