Manchester Evening News telur níu aðila koma til greina sem næsti stjóri Manchester United, Erik ten Hag var rekinn úr starfi í dag.
Ten Hag var rekinn eftir tap gegn West Ham í gær, félagið lét hollenska stjórann vita af þessu í morgun.
Ruud van Nistelrooy mun stýra United tímabundið.
Mest er rætt um Xavi fyrrum stjóra Barcelona sem er án starfs en vitað er að United hefur fundað með honum.
Gareth Southgate fyrrum þjálfari enska landsliðsins er nefndur til leiks og fleiri góðir einnig á blðai.
Níu sem gætu tekið við Manchester United:
Zinedine Zidane
Frank Lampard
Xavi
Massimiliano Allegri
Daniele de Rossi
Edin Terzic
Gareth Southgate
Graham Potter
Maurizio Sarri