„Takk fyrir allt stjóri,“ segir Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United nú þegar enska félagið er búið að reka Erik ten Hag úr starfi.
Ten Hag var rekinn úr starfi í dag eftir ömurlegt gengi undanfairð.
„Ég þakka fyrir traustið og augnablikin sem við áttum saman, ég óska þér alls hins besta í framtíðinni,“ segir Bruno.
Ten Hag var á sínu þriðja tímabili með United en liðið vann deildarbikarinn og enska bikarinn undir stjórn Ten Hag.
„Síðustu vikur hafa ekki verið góðar hjá okkur öllum en ég vona að stuðningsmenn geymi þær góðu stundir sem stjórinn gerði fyrir félagið.“
View this post on Instagram