Benoný Breki Andrésson er búinn að bæta markametið í Bestu deild karla eftir leik gegn HK í dag.
KR er að vinna leikinn 5-0 er þetta er skrifað en Benoný hefur nú gert 20 mörk í deildinni í sumar.
Þónokkrir leikmenn voru með 19 mörk fyrir tímabilið en enginn leikmaður hefur skorað 20 mörk í sögunni.
Um er að ræða 19 ára gamlan strák sem er gríðarlegt efni en hann hefur skorað fernu gegn HK í dag.
Benoný er líklega á leið út á næstunni en hann hefur verið orðaður við lið á Spáni.