Valsmenn kveðja Björk Edvardsson með fallegu myndbandi, Börkur lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar í vikunni eftir magnað starf.
Börkur hefur starfað í sjálfboðastarfi hjá Val í yfir tuttugu ár og lengst af verið formaður deildarinnar.
Börkur ákvað að stíga til hliðar en þeir sem unnið hafa náið með honum á Hlíðarenda kveðja hann í fallegu myndbandi.
Börkur er skapmaður og það kemur meðal annars fram í myndbandinu. „Ef við höfðum tapað þá vildi hann selja alla leikmennina, það var allt vonlaust. Svo hitti ég hann eftir tvo tíma þá mundi hann ekki eftir símtalinu, þá þurfti hann bara að losa um og þá var ágætt að tala við mig,“ sagi Ólafur Jóhannesosn fyrrum þjálfari Vals.