KR hefur staðfest komu efnilegs leikmanns en það er Róbert Elís Hlynsson sem gengur í raðir félagsins frá ÍR.
Róbert er fæddur árið 2007 en hann skrifar undir þriggja ára samning við Vesturbæjarstórveldið.
Nokkur önnur félög höfðu áhuga á leikmanninum sem spilaði mikið með ÍR í 2. deildinni í sumar.
Tilkynning KR:
Róbert Elís Hlynsson (2007) hefur skrifað undir 3ja ára samning við KR.
Róbert er uppalinn í ÍR og spilaði 28 leiki með ÍR Lengjudeildinni og bikarnum sumar. Róbert er mjög efnilegur ungur miðjumaður sem á tvo leiki með U15, þrjá með U16 og átta leiki með U17.
Vertu velkominn !