Manchester United er farið að leggja meiri og meiri áherslu á það að fá Alphonso Davies bakvörð FC Bayern næsta sumar.
Davies verður samningslaus næsta sumar og hefur verið orðaður við Real Madrid.
Davies er 23 ára gamall vinstri bakvörður frá Kanada og segir í fréttum á Spáni að Real Madrid sé meðvitað um áhuga United.
Davies er kraftmikill leikmaður en Bayern hefur ekki viljað borga honum þau laun sem hann fer fram á.
Staða vinstri bakvaðar hefur verið til vandræða hjá United en Luke Shaw hefur verið mikið meiddur síðustu ár.