Ítalskir miðlar telja að Albert Guðmundsson framherji Fiorentina spili ekki fótbolta fyrr en eftir landsleikina í nóvember. Albert tognaði aftan í læri í gær.
Albert fór út af snemma leiks í 6-0 sigri Fiorentina á Lecce í gær.
Samkvæmt frétt Fantacalcio.it eru fyrstu fréttir ekki góðar af Alberti og talið að hann verði frá í 4-6 vikur.
Albert hafði misst af síðustu landsleikjum vegna ákæru um kynferðisbrot en hann var sýknaður á dögunum og var búist við endurkomu hans í nóvember.
Það virðist nú vera út af borðinu miðað við fyrstu fréttir en Albert hafði verið í frábæru formi með Fiorentina.