„Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill,“ skrifar Orri Sigurður Ómarsson varnarmaður Vals um hegðun Þorra Stefás Þorbjörnssonar leikmanns Fram í Kórnum í gær. Þorri sló húfuna af höfðinu á bróðir Orra.
Það sauð allt upp úr eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær þar sem HK vann dramatískan 2-1 sigur á lokamínútu leiksins og heldur sér á lífi í deildinni.
Fram hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur og var mikill pirringur þeirra á meðal eftir leik.
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram vildi ekki taka í hönd Ómars Inga Guðmundssonar þjálfara HK.
Það var langt því frá það eina í leiknum því skömmu síðar ákvað Þorri Stefán Þorbjörnsson leikmaður Fram að slá húfuna af Ómari.
Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ
— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024