Hilmar Árni Halldórsson er að yfirgefa Stjörnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tveir aðrir leikmenn eru að yfirgefa félagið. Samkvæmt heimildum 433.is ætlar hann að leggja skóna á hilluna.
Daníel Laxdal mun leika sinn síðasta leik fyrir félagið eftir að hafa leikið vel rúmlega 500 leiki í bláu treyjunni.
„Því til viðbótar munu tveir aðrir leikmenn kveðja í þessum sama leik, en það eru þeir Hilmar Árni Halldórsson & Þórarinn Ingi Valdimarsson,“ segir á vef Stjörnunnar.
Hilmar Árni er með samning til ársins 2026 en Hilmar er 32 ára .
Næsta víst er að Daníel Laxdal leggur skóna á hilluna en óvíst er hvað Þórarinn Ingi gerir.
Þeir kveðja félagið gegn FH á laugardag þar sem Stjarnan á enn veika von á Evrópusæti en þarf að treysta á að Valur tapi gegn ÍA í síðustu umferð.