Breiðablik heimsækir Víking í hreinum úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudag en liðin eru jöfn á toppi deildarinnar með 59 stig. Víkingur á þó markatöluna og dugar jafntefli.
Liðin hafa haft mikla yfirburði í deildinni í sumar en gríðarleg bæting hefur verið á leik Breiðabliks í sumar frá síðustu leiktíð.
Halldór Árnason er á sínu fyrsta tímabili með liðið og hefur bætt stigasöfnun liðsins um 18 stig frá síðustu leiktíð, hann gæti endað á að bæta það um 21 stig með sigri.
Víkingur náði í 66 stig í Bestu deild karla síðasta sumar og ljóst að liðið mun aldrei ná í meira en 62 stig á þessu tímabili, Víkinga hafa því gefið örlítið eftir.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 á mánudag en búast má við mikilli spennu og dramatík þegar tvö bestu lið landsins mætast.