Magnaður ferill Birkis Más Sævarssonar tekur enda á laugardag þegar Valur mætir ÍA í Bestu deild karla. Frá þessu er sagt á samfélagsmiðlum Vals.
Birkir er fertugur en hann hefur átt magnaðan feril, bæði sem atvinnumaður og landsliðsmaður.
Birkir er uppalinn í Val og lék með félaginu til ársins 2008, hann snéri svo aftur tíu árum síðar eftir feril í atvinnumennsku.
Birkir lék 103 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim leikjum þrjú mörk.
Birkir er einn traustasti landsliðsmaður sem Ísland hefur átt en hann leggur skóna á hilluna á sunnudag.