Mason Greenwood vonast til að fá símtal frá nýjum landsliðsþjálfara Englands, Thomas Tuchel, á næstu vikum eða mánuðum.
Frá þessu greina enskir miðlar en Greenwood hefur ekki spilað með enska landsliðinu frá árinu 2020.
Greenwood var ákærður fyrir heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi í garð kærustu sinnar á sínum tíma og vegna þess var hann seldur frá Manchester United.
Framherjinn er 23 ára gamall í dag en hann hefur spilað vel með Marseille í Frakklandi á þessu ári.
Tekið er fram að Greenwood sé opinn fyrir því að skipta yfir í landslið Jamaíka til að eiga von á að spila á HM 2026.
Hvort Tuchel hafi áhuga á að nota Greenwood er óljóst en hann á að baki einn landsleik sem kom árið 2020.