Paul Pogba er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Juventus að sögn Cristiano Giuntoli sem er stjórnarformaður félagsins.
Pogba verður leikfær í mars á næsta ári eftir að hafa verið dæmdur í bann 2023 fyrir steranotkun.
Giuntoli segir að Juventus hafi tekið ákvörðun eftir bann Pogba og að nú sé búið að fylla hans stöðu í liðinu.
Allar líkur eru því á að Pogba færi sig um set næsta sumar og er orðaður við heimalandið, Frakkland.
,,Okkar staða er mjög skýr. Pogba hefur verið frábær leikmaður en hefur verið fjarverandi í langan tíma og á síðustu leiktíð þurfum við að semja við aðra kosti,“ sagði Giuntoli.
,,Hópurinn okkar er fullkominn eins og hann er í dag.“