David Raya, markvörður Arsenal, hefur staðfest það að hann sé nú trúlofaður konu að nafni Tatiana Trouboul.
Raya greindi sjálfur frá þessu á Instagram en hann ákvað að biðja kærustu sinnar á föstudaginn.
Raya hefur staðið sig vel með Arsenal á tímabilinu en hann er einnig hluti af spænska landsliðinu.
Raya birti nokkrar myndir af því er hann fór á skeljarnar og Tatiana var ekki lengi að svara játandi.
Fallegt augnablik sem má sjá í færslunni hér fyrir neðan.
View this post on Instagram