Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilegt mark í 2-3 sigri Al-Orobah á Al-Ettifaq í Ofurdeildinni í Sádí Arabíu í kvöld.
Jóhann jafnaði leikinn 2-2 fyrir Al-Orobah en Al-Ettifaq leikur undir stjórn Steven Gerrard.
Mark Jóhanns var af dýrustu gerð en hann skaut langt utan af velli og hamraði boltanum í netið.
Cristian Tello fyrrum leikmaður Barcelona tryggði Al-Orobah svo sigurinn, lokastaðan 2-3 fyrir Al-Orobah.
Mark Jóhanns má sjá hér að neðan.
⚽️ Jóhann Berg Guðmundsson égalise pour Al Orobah !
LE BUT DE FOU 😳
Al Ettifaq 2 – 2 Al Orobah
— SPL 🇸🇦 (@ActuSPL) October 20, 2024