Sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Mikael Nikulásson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þetta skiptið.
Í þættinum var Mikael meðal annars spurður út í framtíð sína í þjálfun, en hann var látinn fara frá KFA um mitt sumar.
„Það þorir enginn að hringja í mig,“ sagði Mikael léttur.
„Aldrei segja aldrei. Ef ég væri þrítugur væri ég all-in, færi í UEFA Pro og myndi hringja í þau lið sem vantar þjálfara og reyna að koma mér inn. Ég er ekkert þar, ég er að verða fimmtugur. Ég er í þessu af því ég hef gaman að þessu,“ sagði hann.
Mikael hefur slegið í gegn í hlaðvarpinu Þungavigtinni og segir hann ljóst að hann myndi hætta þar ef hann færi að þjálfa á ný.
„Á meðan maður er í þessum podcast heimi þá eru símtölin færri. Tökum dæmi, ef ÍR myndi fá mig núna, þá myndi ég hætta í podcastinu. Ég myndi ekki taka þetta saman lengur.“
Umræðan í heild er í spilaranum.