Roma 0 – 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez(’60)
Inter Milan vann stórleikinn á Ítalíu í kvöld en spilað var á heimavelli Roma, Stadio Olimpico.
Roma fékk sín færi í þessum leik og það sama má segja um Inter en aðeins eitt mark var skorað.
Lautaro Martinez skoraði mark Inter á 60. mínútu en hann var svo tekinn af velli 12 mínútum síðar.
Inter er nú tveimur stigum á eftir toppliði Napoli en Roma er enn um miðja deild í tíunda sæti.