Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Liverpool fær lið Chelsea í heimsókn.
Liverpool er á toppi deildarinnar fyrir leikinn með 18 stig en Chelsea situr í því sjötta og er með 14 stig.
Bæði lið hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu hingað til og hafa spilað ansi fínan fótbolta.
Hér má sjá byrjunarliðin á Anfield.
Liverpool; Kelleher; Alexander-Arnold, Konaté, Van Dijk, Robertson; Jones, Gravenberch; Salah, Szoboszlai, Gakpo; Jota
Chelsea; Sanchez; James, Tosin, Colwill, Gusto; Caicedo, Lavia; Madueke, Palmer, Sancho; Jackson