Steve Bruce var ekki á hliðarlínunni í gær er Blackpool spilaði við Barnsley í næst efstu deild Englands.
Bruce er þjálfari Blackpool sem var að tapa sínum öðrum leik í röð og er í 14. sæti deildarinnar.
Ástæðan er gríðarlega sorgleg en Bruce var að missa barnabarn sitt, Madison, sem lést aðeins fjögurra mánaða gamall.
Blackpool gaf Bruce leyfi til að eyða tíma með fjölskyldunni vegna harmleiksins en hann mun líklega snúa aftur á æfingasvæðið í næstu viku.
Alex Bruce, sonur Steve, er aðstoðarþjálfari Salford City og var heldur ekki á vellinum í leik gegn Crewe Alexandra.