Xavi, fyrrum stjóri Barcelona, hefur sannað það að slúðurfréttir ársins hafi ekki verið réttar er talað var um samband hans og Hansi Flick.
Flick er í dag stjóri Barcelona en hann tók við keflinu af Xavi sem er atvinnulaus þessa stundina.
Talað var um í sumar að samband þeirra væri ekki gott og að Xavi væri ósáttur með ráðninguna á Flick.
Það er hins vegar alls ekki rétt en samband Xavi og Flick þykir vera gott og hittust þeir heima hjá þeim síðarnefnda á dögunum.
,,Gangi þér vel, áfram Barcelona,“ skrifaði Xavi við færslu á Instagram þar sem myndin var birt.
Þetta má sjá hér.
View this post on Instagram