Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur fært stuðningsmönnum liðsins virkilega góðar fréttir fyrir komandi átök.
Fyrirliði Chelsea, Reece James, er orðinn leikfær og verður mögulega í hóp á morgun gegn Liverpool.
James hefur glímt við ófá meiðsli á sínum ferli en hann meiddist síðast á undirbúningstímabilinu og hefur ekkert spilað á tímabilinu.
Þessi 24 ára gamli leikmaður er þó allur að koma til sem eru mjög góðar fréttir fyrir Chelsea.
,,Hann er loksins leikfær. Hann hefur unnið með okkur í landsleikjahlénu sem eru góðar fréttir fyrir okkur og hann,“ sagði Maresca.
,,Hann er loksins mættur aftur. Það er alltaf flókið að meiðast og meiðast og meiðast svo aftur, þú ert alltaf að leita að lausninni.“