Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur staðfest það að félagið ætli ekki að kaupa inn nýja leikmenn í janúar.
Ancelotti hefur náð frábærum árangri með Real en hann telur sig vera með nógu góðan leikmannahóp í höndunum.
,,Við erum ekki að undirbúa nein kaup í janúar þar sem við gerðum mjög góða hluti á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti.
,,Ég er viss um að við munum gera það sama á þessu tímabili.“
Real styrkti sig töluvert á þessu ári en Kylian Mbappe kom til félagsins í sumar frá Paris Saint-Germain.