Cristiano Ronaldo þénar tvöfalt meira í dag en Lionel Messi en þetta kemur fram í nýjasta lista Forbes.
Ronaldo fær 285 milljónir dollara á ári fyrir sín störf en hann er á mála hjá Al-Nassr sem spilar í Sádi Arabíu
Það sama má ekki segja um Messi sem er í öðru sæti listans yfir launahæstu knattspyrnumenn heims.
Messi þénar 135 milljónir dollara á hverju ári en hann spilar með Inter Miami í Bandaríkjunum.
Forbes tekur fram að Messi ái 60 milljónir dollara á ári fyrir störf sín á vellinum en 75 milljónir fyrir verkefni utan vallar.
Ronaldo fær 220 milljónir fyrir það eina að spila fótbolta en þénar 65 milljónir dollara utan vallar.