Steve Bruce mun ekki stýra Blackpool í dag gegn Barnsley, ástæðan er sú að fjögurra mánaða afabarn hans lést í vikunni.
Bruce er fyrrum leikmaður Manchester United en hann hefur farið víða á þjálfaraferli sínum.
„Félagið getur greint frá því að Bruce missir af leiknum eftir að afabarn hans lést aðeins fjögurra mánaða,“ segir í yfirlýsingu Blackpool.
„Við sendum Bruce samúðarkveðju og ást til fjölskyldu hans.“
Madison var nafnið á drengnum unga sem Bruce og fjölskylda nú syrgir.