Tottenham hefur sent tölvupóst á stuðningsmenn sína og beðið þá um að hætta að syngja hómófóbískt lag um Mikel Arteta stjóra Arsenal og Dominic Solanke framherja Tottenham.
Stuðningsmenn Tottenham heyrðust syngja þetat hómófóbíska lag á dögunum og var félagið afar ósátt með það.
Félagið sendi út tölvupóst þá og gerir það aftur fyrir leik helgarinnar gegn West Ham.
Félagið segist við stuðningsmenn að þeir sem syngja þetta lag verði settir í bann og fái ekki að mæta á leiki.
Tottenham tekur á móti West Ham í fyrsta leik helgarinnar sem hefst í hádeginu.