Manchester United fagnaði sigri í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Brentford.
United var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn en kom gríðarlega sterkt til leiks í þeim síðari og vann 2-1 sigur.
Southampton tapaði á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Leicester en þar voru að mætast tveir nýliðar.
Jordan Ayew tryggði Leicester sigurinn á 98. mínútu en Southampton var með 2-0 forystu er 65 mínútur voru komnar á klukkuna.
Fleiri leikir fóru fram og má sjá öll úrslitin hér.
Man Utd 2 – 1 Brentford
0-1 Ethan Pinnock(’45)
1-1 Alejandro Garnacho(’47)
2-1 Rasmus Hojlund(’62)
Southampton 2 – 3 Leicester
1-0 Cameron Archer(‘8)
2-0 Joe Aribo(’28)
2-1 Facundo Buananotte(’65)
2-2 Jamie Vardy(’74, víti)
2-3 Jordan Ayew(’98)
Newcastle 0 – 1 Brighton
0-1 Danny Welbeck(’45)
Ipswich 0 – 2 Everton
0-1 Iliman Ndiaye(’17)
0-2 Michael Keane(’40)
Fulham 1 – 3 A. Villa
1-0 Raul Jimenez(‘5)
1-1 Morgan Rogers(‘9)
1-2 Ollie Watkins(’59)
1-3 Issa Diop(’69, sjálfsmark)