Wayne Rooney stjóri Plymouth hefur verið dæmdur í eins leiks bann og var sektaður um 5550 pund vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni.
Rooney fékk rautt spjald í 2-1 sigri liðsins á Blackburn fyrir tæpum tveimur vikum.
Um er að ræða 990 þúsund krónur sem Rooney verður ekki í neinum vandræðum með að borga.
Rooney fékk rautt spjald þegar Blackburn jafnaði leikinn 1-1 en Plymouth skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Rooney tók við Plymouth í sumar en Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður liðsins.