Jose Mourinho stjóri Fenerbache hefur fengið það í gegn að rifta samningi Ryan Kent sem er nú farin frá félaginu.
Mourinho tók við Fenerbache í sumar og vildi ekki hafa Kent sem kom til Fenerbache árið 2023.
Kent er fyrrum leikmaður Liverpool en hann átti tvö ár eftir af samningi sínum.
Kent kom til Fenerbache í sumar frá Rangers en félagið reyndi sitt besta til að koma honum burt í sumar.
Kent neitaði að fara og fór það ekki vel í Mourinho sem vildi hann burt og fékk það loks í gegn.