Julia Franzen fyrirsæta í Svíþjóð segist hafa farið í gleðskap með Kylian Mbappe þar sem hann er með strangar reglur.
Mbappe er sakaður um nauðgun í Svíþjóð í síðustu viku en hann hafnar alfarið sök þar.
Franzen var ekki í þeim gleðskap en Mbappe hefur reglulega skemmt sér í Svíþjóð.
„Við urðum að setja símana okkar í kassa sem var læst, þetta var eins þegar ég fór í partý með Cristiano Ronaldo,“ segir Franzen.
„Ég á því engar myndir af þessum kvöldum.“
Franzen segir að Mbappe vilji bara huggulega gesti í sín partý. „Þegar hann er í Stokkhólmi þá fær hann aðila til að finna stelpur og bjóða þeim í gleðskap.“
„Þetta er skemmtilegt og hentar mér sem fyrirsæta, þú verður að líta vel út og hafa góðan persónuleika.“