Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíð sína en samningur hans er á enda í sumar.
Guardiola var orðaður við starfið hjá enska landsliðinu.
„Ég eg hef ekki tekið neina ákvörðun,“ sagði Guardiola en Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari enska landsliðsins í vikunni.
City er með 115 ákærur yfir sér og kemur niðurstaða í lok árs, það er því óvíst hver staða liðsins verður á næstu leiktíð.
„Þegar ég tek ákvörðun þá læt ég félagið og fjölmiðla vita, það eru engar fréttir núna. Ég hef engu við að bæta.“
„Næsti leikur er það eina sem ég er að hugsa um.“