Liverpool er farið að taka það í sátt að Trent Alexander-Arnold fari frítt til Real Madrid næsta sumar. Marca á Spáni heldur þessu fram.
Marca er blað sem er mjög tengt Real Madrid en vitað er að spænski risinn hefur mikinn áhuga á Trent.
Trent verður samningslaus hjá Liverpool næsta sumar og getur þá farið frítt.
Trent er einn öflugasti bakvörður fótboltans en hann er 26 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Liverpool.
Samkvæmt Marca eru forráðamenn Liverpool farnir að átta sig á stöðunni og sagðir áhyggjufullir að Trent fari frítt.