Vincenzo Montella þjálfari Tyrklands er í fjölmiðlum þar í landi orðaður við Manchester United sem mögulegur arftaki Erik ten Hag.
Vitað er að Ten Hag er tæpur í starfi og nú er Montella nefndur til sögunnar.
Montella var á Laugardalsvelli á þriðjudag þegar Tyrkland vann 2-4 sigur á Íslandi.
Þetta var annar sigur Tyrkja á Íslandi á einum mánuði og er Montella með yfirhöndina þegar kemur að íslenska landsliðinu.
Montella er fyrrum framherji ítalska landsliðsins og átti farsælan feril sem leikmaður.