Englendingar réðu Thomas Tuchel til starfa í gær en hann var langt því frá eini maður á blaði og líklega ekki fyrsti kostur.
Nú segja ensk blöð að Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid hafi fengið símtalið.
Gary Lineker fullyrðir að þetta sé rétt og segir að forráðamenn enska sambandsins hafi skoðað það að ráða Ancelotti.
Þá er talið öruggt að enska sambandið hafi kannað Pep Guardiola en að hann hafi ekki verið klár í að hoppa í bátana.
Á endanum fékk Tuchel starfið en ljóst er að hann þarf að byrja vel í starfi til að heilla ensku þjóðin sem virðist hafa viljað fá innlendan þjálfara.